Ábyrgð
ALLAR TÖSKUR FRÁ WEEKENDER KOMA MEÐ 2 ÁRA ÁBYRGÐ.
A. HVAÐ NÆR ÞESSI ÁBYRGÐ YFIR?
Ábyrgðin gildir fyrir allar vörur sem eru framleiddar af Weekender.is og keyptar beint frá Weekender. Töskurnar eru hannaður til ferðalaga með flugi, bíl, lest, bát og gangandi. Ábyrgðin nær ekki til tjóna sem stafa af notkun sem er ósamrýmanleg fyrirhuguðri hönnun farangursins.
B. FYRIR HVERN NÆR ÞESSI ÁBYRGÐ YFIR?
Ábyrgðin gildir fyrir upphaflegan kaupanda farangursins eða, ef um gjöf er að ræða, upphaflegan viðtakanda hans. "Upphaflegi kaupandinn" er sá sem keypti farangurinn beint frá Weekender. "Upphaflegi viðtakandinn" er sá sem fékk farangur sem gjöf.
Allar ábyrgðir Weekender, þ.m.t. allar óbeinar ábyrgðir, gilda eingöngu á meðan farangurinn er í eigu upphaflega kaupandans eða viðtakandans. Afrit af kvittun er nauðsynlegt til að virkja ábyrgðina.
Weekender ábyrgð er ekki framseljanleg og gildir ekki fyrir farangur sem er notaður í viðskiptalegum tilgangi eða til leigu.
C. ÁBYRGÐ WEEKENDER
Weekender tryggir að farangurinn, í upprunalegum umbúðum, sé laus við framleiðslu galla, að þeim skilyrðum uppfylltum að farangurinn hafi verið notaður við venjulegar aðstæður og í samræmi við fyrirhugaða notkun.
D. HVAÐ NÆR ÞESSI ÁBYRGÐ YFIR?
Ábyrgðin nær yfir eftirfarandi galla:
-
Sprungur eða brot í skel farangurs eða skemmd sem telst ekki sem eðlilegt slit
-
Hjól, handföng og útdraganleg handföng sem brotna og verða ónothæf
-
Gallaður lás
- Compression poki sem virkar ekki eins og skildi
Ábyrgðin nær ekki yfir:
-
Rispur, beyglur, dældir, litabreytingar, og eðlilegt slit
-
Skemmdir vegna rangrar notkunar eða vanrækslu
-
Skipti á heilum farangri ef einungis hluti hans er gallaður
-
Farangur sem seldur er "eins og hann er" eða "notaður"
-
Tap á aðgangi að læstum farangri
Ef galli er til staðar mun Weekender bæta tjónið með viðgerð eða skipta vöru út fyrir nýja. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@weekender.is með upplýsingum um galla vörunnar og afrit af kvittun. Skiptafarangur getur verið í öðrum lit en upprunalega varan. Ef um er að ræða takmarkað upplag eða vöru sem er ekki lengur framleidd, geta skipti farið fram með sambærilegri vöru af jöfnu eða hærra smásöluverði.
E. SKYLDUR VIÐSKIPTAVINA
Til að virkja ábyrgðina verður þú að skila farangrinum til Weekender og leggja fram sönnun fyrir upprunalegum kaupum. Ef sendingarkostnaður er nauðsynlegur fyrir skil, berð þú ekki ábyrgð á þeim kostnaði. Weekender mun gera við eða skipta út farangrinum innan 90 daga frá því að hann berst til baka. Fyrir frekari upplýsingar, hafðu samband við okkur í gegnum netfangið info@weekender.is