Um okkur

Weekender.is er rekið af ScandiLux ehf., íslensku fyrirtæki stofnað árið 2024. Við trúum því að ferðalög eigi að vera einföld og þægileg. Eftir að hafa ferðast til yfir 50 landa og eytt ótal klukkustundum á flugvöllum um allan heim, vitum við hvað skiptir mestu máli – hönnun sem er falleg, endingargóð og hagnýt.

Við sameinum vandaða hönnun, endingargóð efni og notagildi í ferðatöskum sem standast álagið – hvort sem þú ert á leið í stutta helgarferð eða lengra ævintýri.

Markmið okkar er skýrt: Að bjóða íslenskum ferðalöngum upp á traustar og fallegar töskur sem gera ferðalagið léttara og ánægjulegra.

Við erum stolt af vörunum okkar og vonum innilega að þið njótið þeirra jafnmikið og við gerum.

Kv. Weekender teymið.


Hefur þú áhuga á samstarfi með okkur?

Endilega hafðu samband í gegnum netfangið okkar: info@weekender.is eða í gegnum samfélagsmiðlana okkar: Instagram og Facebook.