Með hjólum & útdraganlegu handfangi.
Innbyggð vigt í handfangi.
Vatnshelt hólf fyrir blautan fatnað eða skó.
USB og USB-C tengjum til að hlaða tæki á ferðinni.
Sterkt, vatnsfráhrindandi efni sem þolir allt ferðalagið
Stækkanleg úr 46L í 61L.
NOMAD FERÐATASKA
NOMAD ferðataskan er stílhrein, snjöll og stækkanleg. Hún er með háþróað compression-kerfi sem nýtir plássið betur en hefðbundnar töskur og passar sem handfarangur. Taskan er einnig með innbyggða vigt, tvöfaldan TSA-lás og USB/USB-C tengi til að hlaða tæki á ferðinni.
URBAN FERÐATÖSKUR
MONO FERÐATÖSKUR
ALGENGAR SPURNINGAR
Rispast álið auðveldlega?
Álið okkar er sterkt og endingargott og hugsað til þess að verja eigur þínar sem best. Þar sem ál er málmur, er það sterkbyggðara en plast en ekki jafn sveigjanlegt. Það þýðir að álið brotnar síður og er því betri vörn fyrir eigur þínar. Hins vegar myndast rispur og dældir með tímanum, sem er í raun bara merki um ævintýrin sem taskan hefur farið með þér í og gefur henni einstakan persónuleika.
Passa töskurnar í handfaranagur?
Urban small, Mono small og Nomad eru allar samþykktar sem handfarangur hjá flestum flugfélögum. Athugaðu stærðarmál hér
Hvað tekur sending langan tíma?
Afgreiðslutími pantana er að jafnaði 1–3 virkir dagar.
Er hægt að fá varahluti?
Já, við bjóðum upp á varahluti fyrir allar Weekender töskur. Hafðu samband og við aðstoðum þig.